Nýtt íslenskt upprunamerki fyrir matvörur og blóm við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Hnoss í Hörpu.
Tilgangur merkisins er að einfalda neytendum að velja íslenskar vörur. Auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða, tengja neytendur betur við frumframleiðendur og fræða þá um kosti íslenskra matvæla og verslunar.
Upprunamerki fyrir matvæli og blóm
Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Merkið mun auðvelda neytendum að velja íslenskt, en til að mega nota merkið þurfa framleiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi farið fram á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unnum matvörum má vera innflutt.
Svar við óskum neytenda
Neytendur vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru, betri upprunamerkingar og yfirgnæfandi meirihluti vill velja íslenskt*
- Tæp 90% svarenda telja upprunamerkingar mikilvægar.
- Um 20% svarenda hafa upplifað að hafaverið blekkt við innkaup hvað varðar uppruna matvöru.
- Rúm 70% neytenda segjast óánægðir með að erlendar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum.
- 63% svarenda óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar.
- Ríflega 80% neytenda kjósa íslenskar vörur í verslunum sé þess kostur.
*Gallup fyrir Icelandic Lamb 2021
Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið
sem byggir á áratugareynslu af notkun sambærilegra merkja á Norðurlöndunum. Stofnun merkisins er afrakstur áralangs samtals hagaðila og opinberra aðila á innlendum matvörumarkaði. Allri virðiskeðjunni er boðið til samstarfs um notkun merkisins.