Sólskins grænmeti ehf og Íslenskt staðfest hafa gert með sér samkomulag um að merkið muni nú prýða vörur frá Sólskins. Vigdís Häsler, stjórnarformaður Íslenskt staðfest og Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Sólskins grænmeti ehf, undirrituðu samkomulagið á Búnaðarþingi.
Sólskins grænmeti ehf mun í vor hefja sölu og dreifingu á grænmeti frá garðyrkjustöðvunum á Melum og Hverabakka í Hrunamannahreppi. Tómatar,gúrkur og útiræktað grænmeti munu í fyrstu bera merkið.
Íslenskt staðfest fagnar því að nýr framleiðandi hafi tekið upp merkið þar sem meirihluti íslenskra neytenda kallar eftir því að innlend matvæli séu upprunamerkt.
Íslenskt staðfest er merkið sem tryggir að þú fáir íslenskt þegar þú velur íslenskt.