Hvers vegna að velja íslenskt?

Íslenskir neytendur kjósa helst íslenskar vörur af ýmsum ástæðum. Rétt eins og víðast erlendis vill þorri neytenda styðja innlenda matvælaframleiðslu, verslun og þjónustu. Traust á íslenskum matvælum skiptir marga máli, og ekki síður að skapa fjölbreytt störf í sínu nærumhverfi. Flestir vilja vita hvaðan hráefnin koma, hvar og hvernig matvælin voru framleidd ásamt fleiri þáttum. Kaupvilji neytenda mælist hærri ef kröfum um upplýsingagjöf er mætt með skýrum og einföldum merkingum.

Íslenskir neytendur vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru og betri upprunamerkingar. Markaðsrannsóknir sýna að mun betur má gera í að verða við óskum þeirra.

Yfirgnæfandi meirihluti vill velja íslenskt*

Tæp 90% svarenda telja upprunamerkingar mikilvægar
Ef varan inniheldur kjöt, mjólk, egg, eða fisk verður það hráefni að vera 100% íslenskt
Rúm 70% neytenda segjast óánægðir með að erlendar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum
63% svarenda óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar
Ríflega 80% neytenda kjósa íslenskar vörur í verslunum sé þess kostur

*Könnun Gallup fyrir Icelandic Lamb 2021

Matarauður-Íslensk-uppskera-web