Reglur og umsóknir

Við hvetjum umsækjendur til að fara vandlega í gegnum efnið og leita aðstoðar hjá starfsfólki merkisins ef spurninga vakna. Reglur merkisins eru alfarið byggðar á vel heppnuðum fordæmum frá norrænum upprunamerkjum með samanlagða 50 ára reynslu. Þriðja aðila eftirlit vottunarstofu með notkun merkisins er lykill að því að skapa traust neytenda á trúverðugleika merkisins og notenda þess.

Áður en þú sækir um

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem einfaldar val neytenda við að velja íslenskar vörur. Notkun merkisins er valfrjáls.

Einungis fyrirtækjum með virkan leyfissamning við eiganda merkisins er heimilt að nota það á hráefni, matvörur og blóm sem eru framleidd og pakkað á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og hrámjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt.

Allar tegundir hráefna, matvæla og plantna má merkja

Upprunamerkið Íslenskt staðfest á erindi í fjölmarga flokka matvöru. Mjólkurvörur, kjöt og unnar kjötvörur, grænmeti, kryddjurtir, ber, egg, fisk, skelfisk, tilbúna rétti, blóm, villtar jurtir og margt fleira. Ferskvörur, þurrvörur og frosnar vörur geta nýtt merkið.

Framleiðsla skal uppfylla kröfur í lögum og reglugerðum sem gilda um matvælaframleiðslu og vinnslu á Íslandi og tryggja að öll framleiðsla, vinnsla, pökkun og merkingar eigi sér stað á framleiðslustöðum sem lúta opinberu eftirliti úttektaraðila vegna öryggis og gæða matvæla.

Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið. Úttektir óháðs þriðja aðila með notkun merkisins er lykilatriði í starfsemi þess.

Skráning fyrirtækis.

Fyllið inn nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.

Sendið undirritaðan leyfissamning til Íslenskt staðfest.

Samninga má senda í bréfpósti, skanna og senda í tölvupósti, eða nota rafræna undirritun

Skráið vörurnar sem þið viljið merkja.

Upplýsingar um þær vörur sem þið óskið að fái að nota merkið þarf að skrá og senda með umsókninni. Að lágmarki ein vara þarf að vera skráð til að umsókn sé tekin

Reglur & samningar

Merkið er byggt á staðli þess þar sem skilgreiningar á kröfum til notenda eru settar fram. Staðalinn má finna hér auk umsóknareyðublaðs, leyfissamnings og annarra skjala sem umsækjendur þurfa að kynna sér.

Úttektir/þriðja aðila eftirlit

Eftirlit með því hvort notendur uppfylli kröfur staðalsins fer fram með innri úttektum og úttektum þriðja aðila, sem skal vera faggild vottunarstofa.  Rannsóknar og ráðgjafarfyrirtækið Sýni sér um úttektir vegna merkisins en fyrirtækið sinnir m.a. úttektum vegna ýmissa alþjóðlegra staðla hjá fyrirtækjum í matvælavinnslu.

Um merkið

Íslenskt Staðfest

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem einfaldar val neytenda við að velja íslenskar vörur. Aðeins er heimilt að nota merkið á hráefni, og fullunna afurð sem er framleidd og pakkað á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og hrámjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt.

Markmið og tilgangur með Íslenskt staðfest

Markmiðið og tilgangur með upprunamerkinu Íslenskt staðfest er að veita notendum þess og neytendum verðmæta þjónustu og auka traust á íslenskum vörum með því að auðvelda neytendum að velja matvæli og hrávörur af íslenskum uppruna, og styrkja þannig grundvöll íslenskrar framleiðslu og verslunar.

Að auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða  
Stuðla að því að íslenskar vörur rati á borð neytenda.
Tengja neytendur betur við frumframleiðendur og auka verðmæti innlendra afurða. 
Fræða neytendur um kosti og heilnæmi íslenskrar matvælaframleiðslu.
Festa merkið í sessi sem óumdeilt gæðamerki sem má treysta.

Staðallinn

Markmiðið og tilgangur með upprunamerkinu Íslenskt staðfest er að veita notendum þess og neytendum verðmæta þjónustu og auka traust á íslenskum vörum með því að auðvelda neytendum að velja matvæli og hrávörur af íslenskum uppruna, og styrkja þannig grundvöll íslenskrar framleiðslu og verslunar.

Meginstoðir

Fimm viðmið

Öll dýr skulu fædd, alin og slátrað á Íslandi. 
Ræktun skal hafa farið fram á Íslandi. 
Í samsettum eða unnum matvælum/vörum skal a.m.k. 75% innihaldsefna vera íslensk.
Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólkurvara skulu vera 100% íslensk, einnig í samsettum eða unnum matvælum.
Í samsettum eða unnum matvælum/vörum skal a.m.k. 75% innihaldsefna vera íslensk.

Smásala

Framleiðendur sem selja vörur sínar á neytendamarkaði og smásöluverslunum býðst að nýta merkið til að vekja athygli á íslenskum vörum sínum og þjónustu. 

Norræn upprunamerki sem merkið er byggt á, hafa öll náð eftirtektarverðum árangri.  Notkun norrænna upprunamerkja hefur þannig skapað notendum á smásölumarkaði aukið traust neytenda, sem hefur skilað sér í aukinn leit eftir innlendum vörum í verslunum í viðkomandi löndum. 

Umsókn

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að opna umsókn