Uppbygging upprunamerkisins Íslenskt staðfest heldur áfram en nú á haustmánuðum var undirritaður samningur við Grænegg um upptöku merkisins. Grænegg er fjölskyldurekið vistvænt eggjabú með allar hænur í lausagöngu.
Við fögnum því að fleiri vörumerki muni bera upprunamerkið og að neytendur geti á auðveldan hátt þekkt íslenskar vörur í búðinni. Halldóra Hauksdóttir, stjórnarformaður Græneggja og Stella Björk Helgadóttir, framkvæmdastjóri Íslenskt staðfest, undirrituðu samkomulagið.