Matvörur og samsettar vörur

Merkið má nota á allar matvörur sem uppfylla skilyrði um íslenskan uppruna. Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt, líka í samsettum vörum. Allt að 25% innihalds í samsettum matvörum má vera innflutt.

Minnst 75% innihalds þarf að vera íslenskt.
Ef varan inniheldur kjöt, mjólk, egg, eða fisk verður það hráefni að vera 100% íslenskt.
Varan er unnin og pakkað á Íslandi.

Þetta þýðir í stuttu máli að meginhluti samsettrar matvöru er sannarlega íslensk, en svigrúm er gefið til að merkja vörur sem eru innihalda takmarkað magn innflutts hráefnis. T.d. jógúrt með múslí og ferskjum, eða grillpylsa með broddkúmeni og hvítlauk.

islenskur_matur_mars2013_odd_stefan4