Um merkið

Íslenskt Staðfest

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem einfaldar val neytenda við að velja íslenskar vörur. Aðeins er heimilt að nota merkið á hráefni, og fullunna afurð sem er framleidd og pakkað á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og hrámjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt.

Markmið og tilgangur með Íslenskt staðfest

Markmiðið og tilgangur með upprunamerkinu Íslenskt staðfest er að veita notendum þess og neytendum verðmæta þjónustu og auka traust á íslenskum vörum með því að auðvelda neytendum að velja matvæli og hrávörur af íslenskum uppruna, og styrkja þannig grundvöll íslenskrar framleiðslu og verslunar.

Að auka sýnileika og markaðshlutdeild íslenskra afurða  
Stuðla að því að íslenskar vörur rati á borð neytenda.
Tengja neytendur betur við frumframleiðendur og auka verðmæti innlendra afurða. 
Fræða neytendur um kosti og heilnæmi íslenskrar matvælaframleiðslu.
Festa merkið í sessi sem óumdeilt gæðamerki sem má treysta.

Staðallinn

Markmiðið og tilgangur með upprunamerkinu Íslenskt staðfest er að veita notendum þess og neytendum verðmæta þjónustu og auka traust á íslenskum vörum með því að auðvelda neytendum að velja matvæli og hrávörur af íslenskum uppruna, og styrkja þannig grundvöll íslenskrar framleiðslu og verslunar.

Meginstoðir

Fimm viðmið

Öll dýr skulu fædd, alin og slátrað á Íslandi. 
Ræktun skal hafa farið fram á Íslandi. 
Í samsettum eða unnum matvælum/vörum skal a.m.k. 75% innihaldsefna vera íslensk.
Kjöt, egg, sjávarafurðir og mjólkurvara skulu vera 100% íslensk, einnig í samsettum eða unnum matvælum.
Í samsettum eða unnum matvælum/vörum skal a.m.k. 75% innihaldsefna vera íslensk.