Áður en þú sækir um

Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem einfaldar val neytenda við að velja íslenskar vörur. Notkun merkisins er valfrjáls.

Einungis fyrirtækjum með virkan leyfissamning við eiganda merkisins er heimilt að nota það á hráefni, matvörur og blóm sem eru framleidd og pakkað á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og hrámjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt.

Allar tegundir hráefna, matvæla og plantna má merkja

Upprunamerkið Íslenskt staðfest á erindi í fjölmarga flokka matvöru. Mjólkurvörur, kjöt og unnar kjötvörur, grænmeti, kryddjurtir, ber, egg, fisk, skelfisk, tilbúna rétti, blóm, villtar jurtir og margt fleira. Ferskvörur, þurrvörur og frosnar vörur geta nýtt merkið.

Framleiðsla skal uppfylla kröfur í lögum og reglugerðum sem gilda um matvælaframleiðslu og vinnslu á Íslandi og tryggja að öll framleiðsla, vinnsla, pökkun og merkingar eigi sér stað á framleiðslustöðum sem lúta opinberu eftirliti úttektaraðila vegna öryggis og gæða matvæla.

Bændasamtök Íslands eiga og reka merkið. Úttektir óháðs þriðja aðila með notkun merkisins er lykilatriði í starfsemi þess.

Skráning fyrirtækis.

Fyllið inn nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.

Sendið undirritaðan leyfissamning til Íslenskt staðfest.

Samninga má senda í bréfpósti, skanna og senda í tölvupósti, eða nota rafræna undirritun

Skráið vörurnar sem þið viljið merkja.

Upplýsingar um þær vörur sem þið óskið að fái að nota merkið þarf að skrá og senda með umsókninni. Að lágmarki ein vara þarf að vera skráð til að umsókn sé tekin